Enski boltinn

Mourinho segir að Manchester United verði ekki síðasta þjálfarastarfið sitt

Mourinho hugsi á Anfield í gær.
Mourinho hugsi á Anfield í gær. Vísir/getty
Portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourinho á ekki von á því að Manchester United verði síðasta liðið sem hann stýri á ferli sínum sem knattspyrnustjóri.

Hinn 54 árs gamli Mourinho er á öðru tímabili sínu á Old Trafford eftir að skrifað undir þriggja ára samning á sínum tíma en hann hefur aldrei enst lengur en fjögur ár hjá neinu liði.

Mourinho var í viðtali við franska sjónvarpsstöð í gær þar sem hann hrósaði m.a. PSG og sagði að Manchester United yrði ekki lokastöðin á þjálfaraferli hans.

„Ég hef ennþá metnað sem þjálfari og metnað fyrir því að prófa nýja hluti. Mín tilfinning er sú að ég muni ekki hætta þjálfun eftir að ég hætti hér hjá Manchester United.“

Þá er talað um það í enskum fjölmiðlum að hann sé að íhuga framtíð sína hjá félaginu vegna ósættis með störf Ed Woodward, framkvæmdarstjóra félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×