Körfubolti

Frábær varnarleikur í öðrum leikhluta er Keflavík komst áfram

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur.
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Ernir
Keflvíkingar unnu sannfærandi 50 stiga sigur á Ármanni í 32-liða úrslitum Maltbikarsins í körfubolta en vörn Keflvíkinga setti í lás í öðrum leikhluta og skilaði sigrinum.

Heimamenn náðu að halda í við Keflavík í fyrsta leikhluta í Kennaraháskólanum og var staðan 13-20 að fyrsta leikhluta en þá settu Keflvíkingar í lás.

Unnu þeir annan leikhluta 35-5 og tóku 37 stiga forskot inn í hálfleikinn og gátu því dreift álaginu á leikmannahópinn í seinni hálfleik.

Arnór Sveinsson var stigahæstur hjá Keflavík með 20 stig en í liði Ármanns var Arthúr Möller stigahæstur með 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×