Enski boltinn

Pochettino væri til í að spreyta sig með enska landsliðið

Pochettino fylgist með á hliðarlínunni í leik Tottenham á dögunum.
Pochettino fylgist með á hliðarlínunni í leik Tottenham á dögunum. Vísir/getty
Mauricio Pochettino, argentínski knattspyrnustjóri Tottenham, segist hafa áhuga á því að taka við enska landsliðinu einn daginn.

Pochettino sem kom til Englands árið 2013 er hann tók við liði Southampton hefur slegið í gegn á Englandi en undir hans stjórn hefur Tottenham tvívegis gert atlögu að enska meistaratitlinum.

Er hann var spurður hvort hann hefði áhuga á að taka við enska landsliðinu einn daginn var hann jákvæður er hann yrði um leið þriðji erlendi þjálfari enska landsliðsins á eftir Sven-Göran Eriksson og Fabio Capello.

„Ef ég myndi fara í þjálfun landsliða hefði ég mikinn áhuga á að stýra enska landsliðinu, ég sá nafn mitt nefnt í því samhengi áður en ég veit ekki hvað var til í því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×