Fótbolti

Upp um eitt sæti á styrkleikalistanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir unnu Tyrkland og Kósovó í síðasta landsleikjahléi en fara samt bara upp um eitt sæti á styrkleikalista FIFA.
Íslensku strákarnir unnu Tyrkland og Kósovó í síðasta landsleikjahléi en fara samt bara upp um eitt sæti á styrkleikalista FIFA. vísir/ernir
Ísland er í 21. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í morgun.

Eins og frá var greint á Vísi í síðustu viku fer íslenska liðið upp um eitt sæti á styrkleikalistanum. Ísland er ekki lengur efsta Norðurlandaþjóðin á listanum því Danmörk er komin upp í 19. sætið. Danska liðið stekkur upp um sjö sæti frá því síðasti listi var gefinn út.

Danir verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspil um sæti á HM á morgun.

Danir verða í efri styrkleikaflokknum ásamt Svisslendingum, Ítölum og Króötum. N-Írar, Svíar, Írar og Grikkir verða í neðri styrkleikaflokknum.

Staða efstu sex liða á styrkleikalista FIFA er óbreytt. Heimsmeistarar Þýskalands, sem unnu alla 10 leiki sína í undankeppninni, eru í 1. sæti, Brasilía í 2. sæti og Evrópumeistarar Portúgals í því þriðja. Argentínumenn eru í 4. sæti, Belgar í því fimmta og Pólverjar í því sjötta. England fer upp um þrjú sæti og er komið í 12. sætið.

Lærisveinar Lars Lagerbäck í norska landsliðinu hoppa um 15 sæti á styrkleikalistanum og eru komnir í 58. sæti.

Styrkleikalistann í heild sinni má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Geir svarar Heimi: Fór aldrei á bak við hann

Geir Þorsteinsson segist ekki hafa farið á bak við Heimi Hallgrímsson þegar hann ræddi við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf fyrir KSÍ, eins og fram kom í viðtali við Heimi sem birtist í DV á föstudaginn.

Laugardalur til lukku

Íslensku karlalandsliðin í fótbolta, handbolta og körfubolta hafa ekki tapað einu einasta stigi í keppnisleikjum sínum í Laugardalnum undanfarna sextán mánuði. Öll hafa komist á stórmótin.

Leiðarvísir að góðri HM-ferð til Rússlands

Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla hefur tryggt sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Er þetta annað stórmótið sem strákarnir okkar keppa á í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×