Enski boltinn

Lukaku áhyggjulaus þrátt fyrir markaleysið í stórleikjunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Romelu Lukaku umkringdur leikmönnum Liverpool.
Romelu Lukaku umkringdur leikmönnum Liverpool. vísir/getty
Romelu Lukaku, framherji Manchester United, hefur litlar áhyggjur af því hversu illa honum gengur að skora gegn bestu liðunum í ensku úrvalsdeildinni.

Lukaku hefur í gegnum tíðina verið legið á hálsi fyrir að skora ekki nóg í stóru leikjunum. Í 57 leikjum gegn hinum svokölluðu stóru sex liðum (United, Manchester City, Chelsea, Arsenal, Tottenham og Liverpool) hefur Belginn aðeins gert 15 mörk.

Lukaku tókst ekki að skora þegar United og Liverpool gerðu markalaust jafntefli á Anfield á laugardaginn. Hann fékk besta færi United en lét Simon Mignolet verja frá sér.

„Ég hugsa ekki of mikið um þetta. Ég held bara mínu striki. Ég veit að væntingarnar eru miklar en ég þrífst á því,“ sagði Lukaku og bætti því við að það hafi oft reynst honum erfitt að spila við stóru liðin þegar hann var í herbúðum Everton.

„Þegar ég var hjá Everton var hugarfarið annað. Stundum var þetta erfitt á móti sumum liðum, þegar þú spilaðir ekki til að vinna og skapaðir ekki færi. Núna er ég í liði sem vill vinna stóru liðin svo ég held að staðan hafi breyst.“

Þrátt fyrir markaleysið á laugardaginn hefur Lukaku farið frábærlega af stað með United og skorað 11 mörk í 11 leikjum fyrir félagið.


Tengdar fréttir

De Gea tryggði United toppsætið

Manchester United hefur gengið vel á Anfield síðustu ár en liðið náði ekki að sýna sínar bestu hliðar á Anfield í dag þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Liverpool




Fleiri fréttir

Sjá meira


×