Íslenski boltinn

Úlfur hættur með Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úlfur ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Val.
Úlfur ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Val. vísir/stefán
Úlfur Blandon er hættur sem þjálfari Vals í Pepsi-deild kvenna. Jón Höskuldsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í morgun.

Að sögn Jóns nýtti Úlfur sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Val.

„Hann átti frumkvæðið og ástæðurnar eru persónulegar. Þetta kemur okkur á óvart og svolítið í opna skjöldu en við verðum að virða þessa ákvörðun hans. Nú hefst leit að nýjum manni,“ sagði Jón.

Úlfur tók við Valsliðinu fyrir síðasta tímabil. Undir hans stjórn enduðu Valskonur í 3. sæti Pepsi-deildarinnar og komust í undanúrslit Borgunarbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×