Handbolti

Einar Rafn markahæstur í EHF-bikarnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Rafn og félagar í FH hafa byrjað tímabilið af miklum krafti.
Einar Rafn og félagar í FH hafa byrjað tímabilið af miklum krafti. vísir/eyþór
FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er markahæsti leikmaður EHF-bikarsins í handbolta.

Einar Rafn skoraði átta mörk þegar FH tapaði 37-33 fyrir St. Petursburg í gær. Þrátt fyrir tapið komst FH áfram í 3. umferð EHF-bikarsins en liðið vann fyrri leikinn í Kaplakrika, 32-27.

Einar Rafn hefur alls skorað 32 mörk í fjórum leikjum í EHF-bikarnum í ár.

Einar Rafn skoraði sex mörk í fyrri leiknum gegn Dukla Prag í 1. umferðinni og 10 mörk í þeim seinni. Hann skoraði svo átta mörk í báðum leikjunum gegn St. Petursburg.

Það kemur í ljós á morgun hverjir mótherjar FH í 3. umferð EHF-bikarsins verða. Vinni FH-ingar það einvígi komast þeir í riðlakeppni EHF-bikarsins.


Tengdar fréttir

FH áfram þrátt fyrir tap í Rússlandi

FH er komið áfram í þriðju umferð undankeppni EHF keppninnar í handbolta þrátt fyrir 37-33 tap gegn St Petersburg í framlengdum leik í Rússlandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×