Lífið

„Ég hataði barnaverndarnefnd“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fósturbörn í umsjón Sindra Sindrasonar fór í loftið á þriðjudagskvöld. Um er að ræða sjö þátta seríu þar sem sagðar eru sögur barna sem tekið hafa verið í fóstur, kynforeldra sem misst hafa börn inn í kerfið, fósturforeldra sem tekið hafa ókunnug börn að sér, verðandi fósturforeldra og barnaverndarkerfið skoðað frá A til Ö.

Fyrsti þáttur vakti mikla athygli en þar sagði Emilía Maidland sögu sína.

Sjá einnig: Gæti ekki horft á önnur börn upplifa það sama

Í næsta þætti fer Sindri til Svíþjóðar og hittir þar Lilju, íslenska móður sem á sex börn en býr ekki með neinu þeirra í dag. „Ég sá ekki hvað ég væri að gera vitlaust.“

Sindri hittir einnig þau Önnu og Jens sem ala upp tvö af börnum Lilju á Fáskrúðsfirði. 

„Ég hélt við myndum deyja, svo mikil var sorgin,“ segja þau Anna og Jens sem þurftu að láta frá sér fyrsta fósturbarnið sem þau fengu en það fór aftur heim til kynforeldra sinna eins og þau gera flest. Anna og Jens ákváðu þó að halda áfram að taka að sér börn. 

Sýnishorn úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld klukkan 20.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×