Enski boltinn

Wenger gæti fengið refsingu fyrir að rífast við dómarann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arsene Wenger er í erfiðum málum
Arsene Wenger er í erfiðum málum vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gæti verið refsað af enska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun hans eftir tap Arsenal gegn Watford um helgina.

Wenger á að hafa elt dómara leiksins, Neil Swarbrick, niður göngin á Vicarage Road og inn í dómaraherbergið þar sem mennirnir tveir heyrðust rífast.

Frakkinn var afar ósáttur við vítaspyrnudóminn sem Watford fékk í seinni hálfleik og sagði í viðtölum eftir leikinn að dómurinn hefði verið skandall.

Richarlison féll innan vítateigs og vill Wenger meina að hann hafi dýft sér án snertingar frá Hector Bellerin.

Atvikið er einnig undir skoðun enska knattspyrnusambandsins og ef þriggja manna dómnefnd kemst að einróma samþykki um að Richarlison hafi leikið dýfuna gæti hann fengið tveggja leikja bann.

Arsenal er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir átta leiki, níu stigum frá toppliði Manchester City.


Tengdar fréttir

Wenger segir að það verði erfitt að ná City úr þessu

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, virðist vera búinn að kasta inn handklæðinu í baráttunni um titilinn eftir aðeins átta umferðir en eftir tap gegn Watford í gær segir hann að það verði erfitt að ná toppliðunum.

Umdeild vítaspyrna í sigri Watford gegn Arsenal

Skytturnar misstigu sig í lokaleik dagsins í enska boltanum í 1-2 tapi gegn Watford á Vicarage Road en fyrrum leikmaður Manchester United, Tom Cleverley, skoraði sigurmarkið á 92. mínútu leiksins eftir að Watford hafði jafnað metin úr vafasamri vítaspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×