Fótbolti

Stjarnan mætir tékknesku meisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harpa Þorsteinsdóttir og stöllur hennar í Stjörnunni fara til Tékklands í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Harpa Þorsteinsdóttir og stöllur hennar í Stjörnunni fara til Tékklands í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. vísir/ernir
Stjarnan mætir Slavia Prag frá Tékklandi í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Stjörnukonur tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitunum með 5-1 sigri á Rossiyanka frá Rússlandi.

Stjarnan hefði getað dregist á móti liðum á borð við Wolfsburg, Barcelona, Lyon, Manchester City og Rosengård en Slavia Prag kom upp úr pottinum.

Slavia Prag er með sterkt lið sem hefur orðið tékkneskur meistari undanfarin fjögur ár. Á síðasta tímabili komst Slavia Prag í 16-liða Meistaradeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Rosengård.

Það verður Íslendingaslagur í 16-liða úrslitunum þar sem Wolfsburg og Fiorentina mætast. Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með þýsku meisturunum en Sigrún Ella Einarsdóttir með ítalska liðinu.

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengård drógust á móti Chelsea sem norska landsliðskonan María Þórisdóttir leikur með.

Fyrri leikirnir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara fram dagana 8. og 9. nóvember. Seinni leikirnir verða svo 15. og 16. nóvember.

Þessi lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar:

Sparta Prag - Linköpings

Gintra Universitetas - Barcelona

Chelsea - Rosengård

Lilleström - Man City

Brescia - Montpellier

Fiorentina - Wolfsburg

Stjarnan - Slavia Prag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×