Sport

Jóhann Steinar nýr í aðalstjórn UMFÍ

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jóhann Steinar Ingimundarson
Jóhann Steinar Ingimundarson mynd/UMFÍ
Jóhann Steinar Ingimundarson er kominn nýr inn í aðalstjórn Ungmennafélags Íslands, en sambandsþing félagsins var haldið um helgina.

Jóhann Steinar kemur frá Ungmennasambandi Kjalarnesþings. Að auki voru Gunnar Þór Gestsson frá UMFSS og Lárus B. Lárusson frá UMSK valdir nýjir inn í varastjórn félagsins.

Haukur Valtýsson var sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára.

„Ég hef í gegnum tíðina haft brennandi áhuga á framgangi íþrótta- og æskulýðsmála. Þar liggur til grundvallar sannfæring mín þess efnis að ef rétt er haldið á þeim málaflokki þá geti það stuðlað að auknum lífsgæðum, einkum barna og unglinga,“ sagði Jóhann Steinar í tilkynningu frá UMFÍ.

Í aðalstjórn sambandsins sitja einnig Guðmundur Sigurbergsson, UMSK, Örn Guðnason, HSK, Gunnar Gunnarsson, UÍA, Hrönn Jónsdóttir, UMSB og Ragnheiður Högnadóttir, USVS.


Tengdar fréttir

Tímamótasamningur við UMFÍ

Þetta er fyrsti samningurinn sem stjórnvöld gera við félagasamtök og er til lengra tíma en eins árs í senn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×