Fótbolti

„Níu af tíu hefðu ekki lifað þetta af“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David Ginola, fyrrum landsliðsmaður Frakka í fótbolta, segir það kraftaverk að hann sé á lífi í dag.

Ginola er aðeins fimmtugur að aldri, en hann fékk hjartaáfall á meðan hann spilaði góðgerðarleik í Frakklandi á síðasta ári.

Hann segir að það sem hafi bjargað honum var fyrsta hjálpin sem hann fékk á vellinum.

„Ég þakka Guði fyrir að það var einhver við hliðina á mér sem kunni fyrstu hjálp,“ sagði hann í viðtali við BBC.

Ginola tekur nú þátt í átaki sem snýst um að kenna börnum fyrstu hjálp.

„Ég fann ekki fyrir neinum sársauka. Frá því ég féll í jörðina og þar til ég vaknaði á sjúkrahúsinu fann ég ekki til neins sársauka.“

„Ég endaði með fimm brotin rifbein eftir níu mínútur af fyrstu hjálp. Það skptir ekki máli hvort þú brjótir rif því þú þarft að koma blóði til heilans, og eina leiðin til þess að gera það er að framkvæma fyrstu hjálp,“ sagði Ginola.

Á ferli sínum spilaði Frakkinn meðal annars fyrir Newcastle, Tottenham og Aston Villa. Hann vann deildarbikarinn árið 1997 með Tottenham.

„Það eru ekki skurðlæknarnir sem framkvæmdu aðgerðina sem björguðu lífi mínu. Þegar ég var að fara af sjúkrahúsinu þá kallaði skurðlæknirinn á mig og sagði: „Börnin þín geta þakkað fólkinu á vellinum fyrir það að þau eiga enn föður.““

„Sérfræðingur í Mónakó sagði mér að þetta væri kraftaverk. Níu af tíu hefðu ekki lifað þetta af.“


Tengdar fréttir

Ginola stefnir á atvinnumennsku í golfi

„Ég er kylfingur, en ekki kvikmyndastjarna," segir Frakkinn David Ginola sem á árum áður var í fremstu röð í ensku knattspyrnunni með Newcastle, Tottenham og Aston Villa. Ginola, sem er 43 ára gamall, gerir lítið annað en að leika golf en hann hefur sett sér það markmið að komast í gegnum úrtökumót fyrir atvinnumótaröð 50 ára og eldri á Evrópumótaröðinni.

Ginola ætlar að kæra Houllier

"David er algjörlega brjálaður. Houllier þarf að hætta að tala svona og hætta að níðast á Ginola," sagði talsmaður David Ginola en Houllier lætur leikmanninn fyrrverandi víst heyra það í nýrri bók sem heitir: "Coaches's secrets".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×