Lífið

Sjáðu atriðin sem komust áfram í Kórum Íslands

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kórar Íslands voru á dagskrá Stöðvar 2 í beinni útsendingu í gærkvöldi og komust tveir kórar áfram í undanúrslitin.
Kórar Íslands voru á dagskrá Stöðvar 2 í beinni útsendingu í gærkvöldi og komust tveir kórar áfram í undanúrslitin.
Fjórði þátturinn af Kórum Íslands var á dagskrá Stöðvar 2 í beinni útsendingu í gærkvöldi. Kvöldið þótti heppnast einstaklega vel og var gríðarlega mikil spenna í salnum þegar tilkynna átti hvaða kórar færu áfram.

Þjóðin kaus VOX áfram í símakosningunni. Arnór Vilbergsson er kórstóri en kórinn flutti lagið Ég lifi í draumi.

Dómnefndin valdi áfram Karlakórinn Þrestir en Ástvaldur Traustason er kórstjóri. Kórinn flutti lagið Ramóna.

Hér fyrir neðan má sjá þessa tvo flottu flutninga sem skiluðu kórunum tveimur áfram í undanúrslitin.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×