Innlent

Sjö meðmæli Miðflokksins fölsuð

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er formaður Miðflokksins. Vísir/Jóhann
Miðflokkurinn segir að sjö undirskriftir á einum meðmælablaði flokksins hafi ekki verið ritaðar með eigin hendi. Málinu hefur verið vísað til lögreglu en að öðru leyti munu ekki hafa verið gerðar athugasemdir við undirskriftir meðmælenda Miðflokksins.

Fyrr í dag gáfu yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmunum frá sér yfirlýsingu um að falsaðar undirskriftir á framboðslistum tveggja framboða hefðu verið tilkynntar til lögreglu. Hinn flokkurinn var Íslenska þjóðfylkingin.

Sjá einnig: Tilkynna falsaðar undirskriftir hjá tveimur flokkum til lögreglu

Í tilkynningu á Facebook-síðu Miðflokksins segir að meðmælendalistar flokksins í báðum kjördæmum Reykjavíkur hafi verið talin fullgild og samþykkt. Flokkurinn muni bjóða fram í öllum kjördæmum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×