Handbolti

Einar: Er þetta ekki vanmat?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld.
Einar var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. vísir/eyþór
Það var heldur þungt yfir Einari Jónssyni, þjálfara Stjörnunnar, eftir að hans menn glutruðu unnum leik gegn Víkingi niður í jafntefli í kvöld.

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði, það er bara svoleiðis,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leik.

Stjörnumenn virkuðu hálf andlausir og ekki tilbúnir í leikinn, á meðan Víkingarnir voru á fullu allan tímann.

„Er þetta ekki bara vanmat? Við skiptum bara öllum út af eftir korter og þá fór þetta að ganga nokkuð vel. Mistökin voru að láta þessa menn ekki spila áfram. Ég tek það á mig,“ sagði Einar.

„Ég held að það séu meiri gæði og karakter í hópnum en við sýndum í dag,“ bætti þjálfarinn við.

Þrátt fyrir slaka spilamennsku voru Stjörnumenn í frábærri stöðu á lokakaflanum en þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum munaði þremur mörkum á liðunum.

„Við áttum að vera búnir að loka leiknum. En þess í stað kemur panikk. Við hörfuðum og þeir fengu blóð á tennurnar,“ sagði Einar að endingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×