Erlent

Þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal

Atli Ísleifsson skrifar
Eldarnir í Portúgal hafa brunnið á fjölmörgum stöðum og í gær var um rúmlega 150 aðskilda og misstóra elda að ræða.
Eldarnir í Portúgal hafa brunnið á fjölmörgum stöðum og í gær var um rúmlega 150 aðskilda og misstóra elda að ræða. Vísir/AFP
Þriggja daga þjóðarsorg hófst í morgun í Portúgal en að minnsta kosti 36 hafa farist þar frá því á sunnudag í miklum kjarr- og skógareldum.

Eldarnir hafa logað um miðbik landsins og í norðurhlutanum og má rekja þá til mikilla þurrka undanfarið auk þess sem sterkur vindur hefur blásið um svæðið undanfarna daga vegna fellibylsins Ófelíu sem myndaðist á norðanverðu Atlantshafi og gengur nú yfir Bretlandseyjar.

Ástandið er einnig slæmt norðan við landamærin, í Galisíuhéraði á Spáni, en þar hafa færri látið lífið, eða þrír.

Eldarnir í Portúgal hafa brunnið á fjölmörgum stöðum og í gær var um rúmlega 150 aðskilda og misstóra elda að ræða. Neyðarástandi var í gær lýst yfir í Portúgal, norðan við ánna Tagus, en það svæði er um helmingur alls landsvæðis í Portúgal.

Í gær tók að rigna sem hjálpaði til við slökkvistarfið en í morgun brunnu þó eldar enn víða um landið.

Forsætisráðherra Portúgals hyggst að kalla ríkisstjórnina saman í lok vikunnar til að samþykkja lagafrumvarp um brunavarnir sem byggir á nýrri skýrslu sem gerð var eftir kjarreldana í júní, sem urðu 64 að bana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×