Enski boltinn

Gylfi: Hef ekki verið upp á mitt besta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi og félagar mæta Lyon í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.
Gylfi og félagar mæta Lyon í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson segir að Everton þurfi að byrja að vinna leiki og það breyti engu hvort sigrarnir séu ljótir eða ekki.

„Næsti leikur er augljóslega sá mikilvægasti en núna þurfum við bara að vinna, hvort sem það eru fallegir eða ljótir sigrar,“ sagði Gylfi í samtali við heimasíðu Everton.

„Við þurfum bara að ná úrslitum. Þegar það gerist kemur sjálfstraust í liðið og hlutirnir verða aðeins auðveldari.“

Gylfi viðurkennir að hann hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar í búningi Everton.

„Hvorki ég né liðið höfum ekki verið upp á okkar besta. Það er stutt á milli í fótboltanum og við erum ekki langt frá því að ná úrslitum. Stundum þarftu að vinna nokkra leiki, hvort sem það eru 0-1 útisigrar eða hvað sem er, og það eykur sjálfstraustið í liðinu,“ sagði Gylfi.

Næsti leikur Everton er gegn Lyon í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×