Handbolti

Seinni bylgjan: Táningar á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ungu strákarnir í liði Selfoss hafa heillað marga með góðri frammistöðu á tímabilinu.

Teitur Örn Einarsson (19 ára), Elvar Örn Jónsson (20 ára) og Haukur Þrastarson (16 ára) áttu allir frábæran leik þegar Selfoss lagði ÍR að velli, 32-26, í 6. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn. Strákarnir skoruðu samtals 22 mörk og drógu vagninn fyrir Selfyssinga.

„Það er eiginlega rugl hvað þeir eru komnir langt miðað við aldur,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni í gær.

„Elvar er einn besti alhliða leikmaður sem ég hef séð. Hann er tvítugur. Hann getur allt. Haukur er 16 ára og hann er í topp 15 yfir bestu sóknarmennina í deildinni,“ bætti Jóhann Gunnar við. Hann hrósaði einnig skottækni Teits.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×