Lífið

Sólrún Diego prófaði að snappa undir stýri: „Ég er í mjög miklu sjokki, ég titra“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sólrún Diego hafði alls ekki stjórn á aðstæðunum þegar hún tók upp myndbönd á Snapchat undir stýri eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.
Sólrún Diego hafði alls ekki stjórn á aðstæðunum þegar hún tók upp myndbönd á Snapchat undir stýri eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Skjáskot
„Ég keyrði á barn í þessum aðstæðum,“ sagði Sólrún Diego eftir tilraun á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjörg. Sólrún er gríðarlega vinsæl á Snapchat en leggur það ekki í vana sinn að taka upp fyrir samfélagsmiðilinn á meðan hún ekur bíl. 

Tilraunin félst í því að Sólrún snappaði á meðan hún ók en taka skal fram að hún var í öruggum aðstæðum allan tíman og skapaði ekki hættu fyrir akandi eða gangandi vegfarendur. 



„Ég er í mjög miklu sjokki, ég titra,“ sagði Sólrún eftir að hún steig út úr bílnum. Hún er sjálf móðir og með annað barn á leiðinni og brá henni mikið þegar hún keyrði á eins og sjá má í myndbandinu. 

Skilaboðin með myndbandinu þar sem sjá má þessa tilraun eru einföld: „Ekki snappa og keyra. Vertu snjall undir stýri.“

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×