Formúla 1

Kubica klárar próf hjá Williams

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Robert Kubica í Renault gallanum.
Robert Kubica í Renault gallanum. Vísir/Getty
Robert Kubica hefur lokið annarri prófraun sinni hjá Williams liðinu þar sem hæfni hans til að aka Formúlu 1 bíl er metin.

Markmið Kubica er að snúa aftur til keppni í Formúlu 1 á næsta ári. Hann ók 2014 árgerðinni af Williams-bílnum. Hann ók bílnum fyrst á Silerstone brautinni á Bretlandi og svo núna í dag í Ungverjalandi.

Williams liðið hefur sagt að nú hafi Kubica lokið annarri árangursríki prófraun. Ekkert hefur þó verið gefið út um hvort Kubica muni taka sæti Felipe Massa hjá liðinu á næsta ári.

Paul di Resta, sem ók keppnisbíl Williams liðsins í ungverska kappakstrinum í ár í fjarveru Massa, sem var með sýkingu í eyra, er einnig mögulegur kostur til að taka sæti Massa á næsta ári. Di Resta er varaökumaður Williams liðsins. Hann mun aka 2014 bílnum á morgun í Ungverjalandi. Valið virðist standa á milli þeirra tveggja til að taka sæti Massa.

Kubica ók í Formúlu 1 frá 2006 til 2010 og var einn mest spennandi ungi ökumaður sinnar kynslóðar. Hann slasaðist í rallý-keppni fyrir tímabilið 2011. Hann hefur hingað til ekki séð fram á raunverulega möguleika á endurkomu í Formúlu 1. Renault liðið kveikti neistann með nokkrum prófunum á þeirra vegum fyrr á þessu ári. Það verður áhugavert að sjá hvort Kubica fái sæti á næsta ári.


Tengdar fréttir

Renault: Kubica tekur ekki sæti Palmer í ár

Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×