Innlent

Hádegissteinn gerður óvirkur

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Hnífsdal.
Í Hnífsdal. vísir/pjetur
Ofanflóðanefnd hefur samþykkt beiðni Ísafjarðarbæjar um aðstoð við að eyða hættu sem talin er stafa af svokölluðum Hádegissteini sem er fleiri tonn og stendur tæpt í Bakkahyrnu ofan Hnífsdals og ógnar þar með byggð.

„Óskað er eftir fjárstuðningi og sérfræðiaðstoð við að meta og eyða hættunni af steininum eins fljótt og auðið er,“ segir Ofanflóðanefnd í bréfi til bæjarins. Framkvæmdasýsla ríkisins á að annast málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×