Enski boltinn

Stóri Sam líklegastur til að taka við Leicester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stóri Sam hætti hjá Crystal Palace eftir síðasta tímabil.
Stóri Sam hætti hjá Crystal Palace eftir síðasta tímabil. vísir/getty
Sam Allardyce þykir líklegastur til að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Leicester City samkvæmt veðbönkum.

Leicester er í stjóraleit eftir að Craig Shakespeare var látinn taka pokann sinn í gær eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.

Stóri Sam hefur verið í fríi síðan hann hætti hjá Crystal Palace eftir síðasta tímabil. Hann hefur sagt að hann sé ekki á leið aftur í þjálfun.

Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, er næstur á blaði hjá veðbönkum. Hann hefur gefið í skyn að hann gæti hætt með velska landsliðið.

Sean Dyche, stjóri Burnley, er í 3. sæti hjá veðbönkum, Carlo Ancelotti í því fjórða og Alan Pardew í því fimmta.

Leicester er í fallsæti eftir átta umferðir í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Swansea City á útivelli á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Shakespeare rekinn

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Leicester City sé búið að reka Craig Shakespeare eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.

Mahrez bjargaði stigi

Vandræðagangur Leicester City í ensku úrvalsdeildinni hélt áfram í kvöld er liðið náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn WBA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×