Erlent

Hætta á hryðjuverkum í Bretlandi aldrei meiri

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Andrew Parker veitir sárasjaldan viðtöl og þykir fjölmiðlamönnum ytra því þeim mun meira til ummæla hans koma.
Andrew Parker veitir sárasjaldan viðtöl og þykir fjölmiðlamönnum ytra því þeim mun meira til ummæla hans koma. Vísir/Getty
Andrew Parker, yfirmaður bresku innanríkisleyniþjónustunnar Mi5, segir að hryðjuverkaógn í Bretlandi hafi aukust gífurlega. Ástandið hafi ekki verið svo slæmt áður á 34 ára ferli hans.

Þar að auki sé orðið erfiðara að komast á snoðir um slíkar ógnir. Parker segir í samtali við Sky-fréttastofuna að rúmlega 500 rannsóknir séu nú í gangi sem snúi að um þrjú þúsund einstaklingum víðsvegar um Bretland þar sem grunur leikur á að menn hyggi á eitthvað misjafnt.

Parker sagði þar að auki að ljóst væri að einhverjir öfgamenn hefðu komist hjá eftirliti yfirvalda og væru enn óþekktir. Þó væru allar líkur á því að þeir sem muni fremja hryðjuverk í Bretlandi hafi á einhverjum tímapuntki verið undir smásjá yfirvalda. Að sama skapi áætlaði hann að 130 Bretar hafi sem barist hafa með íslamska ríkinu í Austurlöndum nær hafi látið lífið.

Þá greindi hann jafnframt frá samevrópskri aðgerðastöð, með höfuðstöðvar í Hollandi, sem hefði stöðvað hefði hið minnsta 12 hryðjuverkamenn - „sem annars hefði ekki verið hægt að ná tímanlega.“

Brot úr yfirlýsingu sem Parker flutti í gær má heyra hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×