Erlent

Xi setti flokksþingið með þriggja klukkustunda ræðu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mikið er lagt í flokksþingin og er ræðu ritarans alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu.
Mikið er lagt í flokksþingin og er ræðu ritarans alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu. visir/getty
Nítjánda flokksþing kínverska kommúnistaflokksins er hafið en fundurinn mun standa yfir í heila viku.

Fundurinn hófst á ræðu Xi Jinpings, forseta landsins, sem sagði að þökk sé áratuga óþrjótandi vinnu kínverskra kommúnista standi Kína nú afar sterkum og traustum fótum í austrinu.

Nú sé kominn tími til að Kína umbreytist í gríðarlega öflugt ríki sem geti leitt heiminn í stjórnmálalegu, efnahagslegu og hernaðarlegu tilliti. Xi varaði flokksbræður sína þó við því að mikið verk sé enn fyrir höndum að koma Kína á þann stall að verða öflugasta ríki heims, en hann hvatti fundarmenn til að láta ekki deigan síga í þeim efnum og biðlaði til þeirra að standa heilshugar við bakið á flokksforystunni á þeirri vegferð.

Ræða hans stóð alls yfir í rúmar þrjár klukkustundir og var mikið fagnað að henni lokinni.

Xi varð ritari Kommúnistaflokksins og æðsti leiðtogi Kína í leiðinni á síðasta flokksþingi sem haldið var árið 2012 og síðan þá hefur hann orðið að einum valdamesta leiðtoga í sögu Alþýðlýðveldisins Kína frá því Mao Zedong var og hét. Fastlega er búist við því að hann haldi embætti sínu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×