Enski boltinn

De Bruyne skal fá borgað eins og Neymar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne. Vísir/Getty
Patrick De Koster, umboðsmaður belgíska fótboltamannsins Kevin De Bruyne, ætlar að fá álíka samning og Neymar er með hjá PSG þegar að hann semur aftur fyrir De Bruyne hjá Manchester City.

Frá þessu greindi umbinn sjálfur í útvarpsviðtali á Ítalíu en Sky Sports greinir frá. Neymar fær 32 milljónir punda á ári og De Koster vill fá eitthvað svipað fyrir sinn mann.

„Ég er að fara að hitta City-menn á næstu mánuðum og fara yfir hvernig við getum lengt og bætt samning Kevins. Hvað mun hann fá í laun? Ég get ekki greint frá því en ef þið hugsið út í það hvað Neymar og Kylian Mbappé eru að fá getið ímyndað ykkur hvað ég mun biðja um,“ segir Patrick De Koster.

Kevin De Bruyne hefur síðustu vikur og mánuði verið að stimpla sig inn sem einn af bestu fótboltamönnum í heimi en hann hefur spilað stórkostlega fyrir Manchester City á tímabilinu.

Þessi 26 ára gamli leikmaður fær sex milljónir punda á ári og á tvo ár eftir af sex ára samningi sínum við Manchester city.


Tengdar fréttir

Man. City er enn með fullt hús

Það virðist fátt geta stöðvað lið Man. City sem vann sigur, 2-1, á toppliði ítölsku úrvalsdeildarinnar, Napoli, í Meistaradeildinni í kvöld.

„Man City er besta lið Evrópu“

Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Napoli, segir að Manchester City sé besta lið Evrópu. City tekur á móti Napoli í Meistaradeild Evrópu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×