Enski boltinn

Stuðningsmaður Chelsea kastaði flösku í átt að línuverði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sian Massey-Ellis á ferðinni í leiknum á Selhurst Park á laugardaginn.
Sian Massey-Ellis á ferðinni í leiknum á Selhurst Park á laugardaginn. vísir/getty
Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á því að stuðningsmaður Chelsea kastaði flösku í áttina að línuverðinum Sian Massey-Ellis í leik liðsins gegn Crystal Palace á Selhurst Park á laugardaginn.

Atvikið átti sér stað í seinni hálfleik. Vitni sagði að flaskan hefði lent rétt hjá Massey-Ellis sem var á hliðarlínunni fyrir framan stuðningsmenn Chelsea.

Lögreglan fer nú yfir upptökur úr öryggismyndavélum til að reyna að finna sökudólginn. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins.

Palace kom öllum á óvart með því að vinna leikinn 2-1. Þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Þetta var hins vegar annað tap Englandsmeistara Chelsea í röð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×