Handbolti

Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tekur Ásbjörn Friðriksson víti í St. Pétursborg?
Tekur Ásbjörn Friðriksson víti í St. Pétursborg? Vísir/Eyþór

Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni.

EHF sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að FH-ingar þurfi að ferðast alla til St. Pétursborgar til að fara í vítakeppni við rússneska liðið.

Stuðningsmenn FH og aðrir handboltaunnendur á Íslandi fóru mikinn á Twitter eftir að þessar fréttir bárust.

„Þetta er ekki hægt. Hvað fer fram á fundi þegar svona ákvörðun er tekin? Sorry en þetta eru hálfvitar að störfum,“ skrifaði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson á Twitter.Annar landsliðsmaður, Guðmundur Hólmar Helgason, segir að þetta sé glórulaust með öllu.Sjónvarpsmaðurinn Guðmundur Benediktsson sá þó spaugilegu hliðina á þessu öllu.Hér að neðan má sjá valin tíst um þetta furðulega mál.


Tengdar fréttir

FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni

FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni.

Mótherjar FH búnir að kæra leikinn

St. Petursburg hefur kært framkvæmd leiks liðsins gegn FH í 2. umferð EHF-bikarsins í gær til evrópska handknattleikssambandsins.

FH áfram þrátt fyrir tap í Rússlandi

FH er komið áfram í þriðju umferð undankeppni EHF keppninnar í handbolta þrátt fyrir 37-33 tap gegn St Petersburg í framlengdum leik í Rússlandi í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.