Handbolti

Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tekur Ásbjörn Friðriksson víti í St. Pétursborg?
Tekur Ásbjörn Friðriksson víti í St. Pétursborg? Vísir/Eyþór
Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni.

EHF sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að FH-ingar þurfi að ferðast alla til St. Pétursborgar til að fara í vítakeppni við rússneska liðið.

Stuðningsmenn FH og aðrir handboltaunnendur á Íslandi fóru mikinn á Twitter eftir að þessar fréttir bárust.

„Þetta er ekki hægt. Hvað fer fram á fundi þegar svona ákvörðun er tekin? Sorry en þetta eru hálfvitar að störfum,“ skrifaði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson á Twitter.

Annar landsliðsmaður, Guðmundur Hólmar Helgason, segir að þetta sé glórulaust með öllu.

Sjónvarpsmaðurinn Guðmundur Benediktsson sá þó spaugilegu hliðina á þessu öllu.

Hér að neðan má sjá valin tíst um þetta furðulega mál.


Tengdar fréttir

Mótherjar FH búnir að kæra leikinn

St. Petursburg hefur kært framkvæmd leiks liðsins gegn FH í 2. umferð EHF-bikarsins í gær til evrópska handknattleikssambandsins.

FH áfram þrátt fyrir tap í Rússlandi

FH er komið áfram í þriðju umferð undankeppni EHF keppninnar í handbolta þrátt fyrir 37-33 tap gegn St Petersburg í framlengdum leik í Rússlandi í dag.

FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni

FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×