Fótbolti

Strákarnir leika tvo vináttulandsleiki í Katar í næsta mánuði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir hefja undirbúninginn fyrir HM á næsta ári í Katar.
Íslensku strákarnir hefja undirbúninginn fyrir HM á næsta ári í Katar. vísir/ernir

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur tvo vináttulandsleiki í Katar í nóvember. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir HM 2018 í Rússlandi.

Íslendingar mæta Tékkum 8. nóvember og Katörum 14. nóvember. Hvorki Tékkland né Katar verða með á HM í Rússlandi. Katar er þó öruggt með sæti á HM 2022 enda fer mótið fram þar í landi.

Ísland og Tékkland hafa mæst fimm sinnum áður. Íslendingar hafa unnið tvo leiki en Tékkar þrjá. Liðin mættust síðast 12. júní 2015 í undankeppni EM 2016, en þá vann Ísland 2-1 sigur á Laugardalsvelli.

Ísland hefur hins vegar aldrei mætt Katar í landsleik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.