Fótbolti

Cavani um Neymar: Þurfum ekki að vera vinir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Edinson Cavani og Neymar eru ekki bestu vinir.
Edinson Cavani og Neymar eru ekki bestu vinir. vísir/getty
Edinson Cavani, framherji Paris Saint-Germain, segir að hann og Neymar þurfi ekki að vera vinir. Mestu skipti að þeir standi sig inni á vellinum.

Í leik gegn Lyon í síðasta mánuði rifust Cavani og Neymar um hvor ætti að taka aukaspyrnu og vítaspyrnu. Deilan vakti mikla athygli enda er þarna um ræða tvær stærstu stjörnur PSG.

„Vítamálið er í fortíðinni. Svona hlutir gerast í fótbolta. Nú er mikilvægast að finna lausn og standa saman sem lið,“ sagði Cavani.

„Við þurfum að vera gott lið. Við þurfum ekki allir að vera vinir eða eins og fjölskylda. Aðalmálið er að allir sýni fagmennsku og leggi sig 100% fram.“

Síðan vítamálið kom upp hefur PSG fengið eina vítaspyrnu, í 6-2 sigri á Bordeaux. Hana tók Neymar, án allra mótmæla frá Cavani, og skoraði.

PSG sækir Anderlecht heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld.


Tengdar fréttir

Neymar vill Barcelona úr Meistaradeildinni

Brasilíska stórstjarnan Neymar vill að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, dæmi Barcelona úr keppni í Meistaradeild Evrópu vegna peningadeilna milli hans og félagsins.

Valdabarátta vandamál í París

Neymar og Edinson Cavani sáust rífast yfir hver ætti að taka spyrnur franska stórveldisins PSG í leik liðsins og Lyon í gær.

Dani Alves segir Forlán að halda kjafti

Dani Alves, leikmaður Paris Saint-Germain, hefur sagt Diego Forlán að halda kjafti eftir að Úrúgvæinn gagnrýndi Alves fyrir þátt hans í deilu Edinsons Cavani og Neymars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×