Íslenski boltinn

Þorsteinn Már í Stjörnuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þorsteinn Már í leik með Víkingi Ó. gegn KR.
Þorsteinn Már í leik með Víkingi Ó. gegn KR. vísir/eyþór
Þorsteinn Már Ragnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stjörnuna. Victor Ingi Olsen, rekstrarstjóri meistaraflokks karla hjá Stjörnunni, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net.

Þorsteinn Már er fyrsti leikmaðurinn sem Stjarnan fær til sín eftir að tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk.

Þorsteinn Már kemur til Stjörnunnar frá Víkingi Ó. sem féll úr Pepsi-deildinni í haust.

Þorsteinn Már hefur leikið með Víkingi allan sinn feril ef frá eru talin þrjú ár í herbúðum KR. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með KR.

Þorsteinn Már hefur alls leikið 107 leiki í efstu deild og skorað 20 mörk. Hann skoraði þrjú mörk í 21 deildarleik á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×