Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/anton brink
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi, eða 19,9 prósent, samkvæmt nýrri könnnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. 

Vinstri græn mælast með 19,1 prósent og þá mælist stuðningur við Samfylkinguna 15,8 prósent.

Píratar mælast með 11,9 prósent og Miðflokkurinn með slétt 11 prósent. Þá mælist Framsóknarflokkurinn með 8 prósent og Viðreisn með 6,7 prósent og myndi ná inn á þing samkvæmt þeirri niðurstöðu.

Sömuleiðis Flokkur fólksins sem mælist nú með 5,3 prósenta fylgi. Björt framtíð mælist hins vegar með 1,6 prósenta fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina hækkaði milli mælinga. Þá sögðust 23,8 prósent styðja ríkisstjórnina samanborið við 21,8 prósent í síðustu könnun.


Tengdar fréttir

Stöðugleikinn í fylginu vekur mikla eftirtekt

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með sama fylgið í heilan mánuð. VG með örugga forystu um nokkurra vikna skeið. Miðflokkurinn breytir myndinni á kostnað Framsóknarflokks og Flokks fólksins segir prófessor í stjórnmálafræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×