Viðskipti innlent

Segja leigufélög hafa keyrt upp íbúðaverð

Samúel Karl Ólason skrifar
Einnig kemur fram í Fjármálastöðugleiki að hluti viðskipta með íbúðir á vegum fyrirtækja hafi farið stækkandi
Einnig kemur fram í Fjármálastöðugleiki að hluti viðskipta með íbúðir á vegum fyrirtækja hafi farið stækkandi Vísir/Vilhelm
Félög í leigustarfsemi á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt hærra fermetraverð fyrir íbúðir en einstaklingar á öllum ársfjórðungum frá haustinu 2014. Að jafnaði munar um 25 þúsund krónur á fermetra á núverandi verðlagi. Þetta kemur fram í tímaritinu Fjármálastöðugleiki, sem Seðlabanki Íslands gefur út en nýtt tölublað kom út í dag.



Þar kemur einnig fram að svipaða sögu sé að segja af öðrum lögaðilum og margir þeirra stundi útleigu án þess að það komi fram í atvinnugreinaflokkun.

„Sé litið til staðsetningar íbúðanna kemur í ljós að framangreindur verðmunur er aðallega miðsvæðis, þ.e. í póstnúmerum 101, 105 og 107. Þetta styður við þann grun að aukin hlutdeild leigusala á íbúðamarkaði hafi átt þátt í að ýta upp fasteignaverði á umliðnum árum.“

Einnig kemur fram að hluti viðskipta með íbúðir á vegum fyrirtækja hafi farið stækkandi. Enn sé hann þó um átta prósent en hafi tvöfaldast frá árinu 2011. Þó er talið að þar sé um vanmat að ræða þar sem fasteignaviðskipti milli fyrirtækja fari oft þannig fram að félag sé keypt sem eigi fasteignir og skipti á þinglýstum eiganda fari ekki fram.

Miðsvæðis í Reykjavík sé hlutdeildin stærri og hafi tekið meiri breytingum frá 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×