Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Nær sex hundruð hjúkrunarfræðinga vantar til starfa, að mati Ríkisendurskoðunar sem telur mikilvægt að hraða nýliðun til að bregðast við skorti sem haft geti óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga.

Þá er landlæknir hvattur til að auka eftirlit með mönnun, ráðuneytið hvatt til að gera íslenskar heilbrigðisstofnanir samkeppnishæfar um starfskrafta hjúkrunarfræðinga og mennta- og menningarmálaráðuneytið hvatt til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði.

Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar hittum við líka Þráin skóara, sem ákvað að breyta til eftir fjörutíu ár í faginu og handsmíðar nú skó frá grunni. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá, klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×