Erlent

Tveir reknir fyrir að draga lækni úr flugvél

Samúel Karl Ólason skrifar
Læknirinn hlaut heilahristing, brotið nef og missti hann tvær tennur.
Læknirinn hlaut heilahristing, brotið nef og missti hann tvær tennur.
Tveimur öryggisvörðum O‘Hare flugvallarins í Chicago hefur verið sagt upp störfum og tveimur öðrum starfsmönnum var vikið úr starfi tímabundið vegna atviks þar sem 69 ára gamall læknir, David Dao, var dreginn úr flugvél United Airlines í apríl. Myndband af atvikinu fór víða um internetið og baðst forstjóri flugfélagsins afsökunar.

Farþegum var boðið að yfirgefa flugvélina gegn 400 dollara greiðslu fyrir fjóra starfsmenn flugfélagsins en enginn tók því. Því var ákveðið að draga fjóra af handhafi og var læknirinn einn af þeim.

Hann vildi ekki yfirgefa flugvélina og var hann því dreginn út.

Sjá einnig: Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út



Í frétt Washington Post kemur fram að í ársfjórðungsskýrslu flugvallarins komi aðgerðirnar fram en ekki sé vitað hvenær gripið var til þeirra.

Í skýrslunni segir að starfsfólkið hafi brugðist við röngum hætti og það hafi leitt til valdbeitingar. Þar að auki hafi þrír af starfsmönnunum ekki greint frá mikilvægum atriðum í skýrslum sínum um atvikið. Læknirinn hlaut heilahristing, brotið nef og missti hann tvær tennur.

Dao mun hafa náð samkomulagi við United Airlines þremur vikum eftir atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×