Erlent

Skaut þrjá til bana og gengur laus

Þórdís Valsdóttir skrifar
Lögreglustjóri Harford sýslu segir árásarmanninn líklegast vera vopnaðan skammbyssu. Hann flúði af vettvangi eftir að hafa skotið þrjá til bana og sært tvo.
Lögreglustjóri Harford sýslu segir árásarmanninn líklegast vera vopnaðan skammbyssu. Hann flúði af vettvangi eftir að hafa skotið þrjá til bana og sært tvo. Vísir/getty
Þrír eru látnir eftir skotárás í Maryland-ríki í Bandaríkjunum í dag og þar að auki eru þrír særðir.

Árásarmaðurinn, hinn 37 ára gamli Radee Labeeb Prince, er talinn hafa skotið fimm manns bænum Edgewood, tæplega 50 kílómetra frá Baltimore. Fórnarlömbin eru talin vera starfsmenn fyrirtækisins Advanced Granite Solutions designs, í bænum sem sérhæfir sig í borðplötum og öðru úr steini.

Prince flúði af vettvangi á bifreið sinni og er nú eftirlýstur af lögreglu. Hann er að öllum líkindum vopnaður skammbyssu.

„Það er einstaklingur laus þarna úti sem framdi einn versta glæp sem við höfum séð í sýslunni okkar. Við teljum hann án efa vera vopnaðan og hættulegan,“ sagði Jeffrey Gahler, lögreglustjóri í Harford sýslu í viðtalið við CNN.

Ekki er vitað hvað vakti fyrir Prince en lögreglan telur hann hafa beint árásinni sérstaklega að þessu tiltekna fyrirtæki. Lögreglustjórinn segir að Prince hafi tengst fyrirtækinu á einhvern hátt.

Fimm skólum í bænum var lokað eftir að fregnir af skotárásinni bárust. Þá var nemendum og kennurum skólans skipað að halda sig innan veggja skólanna þar til lögreglan staðfesti að hætta væri liðin hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×