Erlent

Lúðuát Norðmanna bannað vegna eiturefna

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Eiturefni hefur fundist í bæði smálúðu og stórlúðu við Noreg.
Eiturefni hefur fundist í bæði smálúðu og stórlúðu við Noreg. vísir/getty
Veiðar á bæði stórlúðu og smálúðu hafa verið bannaðar á veiðisvæðinu Sklinnabanken við Namdalsströnd í Noregi. Ekki er óhætt að neyta fisksins vegna mikils magns umhverfiseiturs í honum.

Sérfræðingur hjá norska matvælaeftirlitinu segir koma á óvart að eitur skuli vera í smálúðu á þessu afmarkaða svæði en minnir á fréttir frá 1971 er hollensku skipi sem var á leið til fyrrgreinds veiðisvæðis með úrgang frá plastverksmiðju í Rotter­dam var snúið við. Ekki er vitað í hversu langan tíma tunnum með umhverfiseitri var sökkt á fiskveiðisvæðinu.

Árið 1971 var einnig greint frá því að sænskt fyrirtæki hefði árið 1970 sökkt mörgum þúsundum tonna af plastúrgangi á svæðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×