Innlent

Myndband um íslenska hestinn slær í gegn á Facebook

Þórdís Valsdóttir skrifar
Í myndbandinu eru fimm gangtegundir íslenska hestsins sýndar. Tamningameistarinn Þórarinn Eymundsson er knapi í myndbandinu.
Í myndbandinu eru fimm gangtegundir íslenska hestsins sýndar. Tamningameistarinn Þórarinn Eymundsson er knapi í myndbandinu.

Nýlegt myndband markaðsverkefnisins Horses of Iceland um gangtegundir íslenska hestsins hefur vakið mikla athygli á Facebook. Yfir 600 þúsund manns hafa horft á myndbandið á innan við viku.

Í myndbandinu eru allar fimm gangtegundir hestsins sýndar á eðlilegum hraða sem og hægri sýningu.

Myndbandi má sjá í spilaranum hér að neðan.

Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið gífurlega mikil og hafa þúsundir manna deilt því og tjáð sig um það.

Í tilkynningu frá Horses of Iceland kemur fram að það var tekið upp í Skagafirði þar sem íslensk náttúra fær að njóta sín í bakgrunni.  Myndbandið var framleitt af Skotta Film fyrir Horses of Iceland og var grafíkin í höndum PIPAR/TBWA.

Á heimasíðu Horses of Iceland kemur fram að tilgangur markaðsverkefnisins er að byggja upp orðspor íslenska hestsins um allan heim til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpu og útbreiðslu hestsins á heimsvísu.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.