Erlent

Ætla að svipta Katalóníu sjálfsstjórn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mariano Rajoy gantast með Carles Puigdemont meðan allt lék í lyndi.
Mariano Rajoy gantast með Carles Puigdemont meðan allt lék í lyndi. Vísir/AFp
Uppfært klukkan 08:45:

Stjórnvöld á Spáni munu hefja ferlið til að afturkalla sjálfsstjórn Katalóníu innan tveggja sólarhringa. Í tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, kemur fram að ríkisstjórnin hafi ákveðið að virkja 155 gr. stjórnarskrárinnar sem heimilar stjórnvöldum að taka yfir stjórn héraðsins. 

Þessi ákvörðun kemur í kjölfar bréfs Carles Puigdemont, leiðtoga Katalóníu, þar sem hann hélt kröfu sinni um viðræður við stjórnvöld í Madrid til streitu.

Óttast er að þessi ákvörðun kunni að valda illdeilum í Katalóníu.

Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan.

Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, heldur kröfu sinni um viðræður við stjórnvöld í Madríd um sjálfstæði héraðsins til streitu. Hann skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu í byrjun mánaðarins en sagði strax að hún tæki ekki gildi fyrr en viðræður hefðu farið fram við yfirvöld á Spáni.

Puigdemont hafði til klukkan 08:00 í morgun til að skýra mál sitt og taka af allan vafa um hvort Katalónía hefði lýst yfir sjálfstæði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar þann 1. október síðastliðinn.

Sjá einnig: Klukkustund í ögurstund

Í bréfi sem hann sendi forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, í morgun hótar Puigdemont að lýsa yfir sjálfstæði ef ekki verður sest að samningaborðinu.

Madrídingar hafa þvertekið fyrir allar hugmyndir um viðræður og ólíklegt verður að teljast að sú skoðun þeirra hafi breyst. Höfðu þeir hótað að svipta Katalóníu sjálfstjórn myndu forsvarsmenn héraðsins ekki skýra mál sitt.

Fjölmiðlar ytra telja að muni ríkisstjórn Spánar fara þá leið muni Katalónar umsvifalaust lýsa yfir sjálfstæði.




Tengdar fréttir

Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna

Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×