Erlent

Rautt tíðablóð í staðinn fyrir blátt í auglýsingu fyrir dömubindi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot úr auglýsingu Bodyform.
Skjáskot úr auglýsingu Bodyform.
Bodyform, breskt fyrirtæki sem framleiðir dömubindi, varð í vikunni fyrsta fyrirtækið í Bretlandi til að sýna rautt tíðablóð í staðinn fyrir blátt í auglýsingu fyrir dömubindi. Þetta kemur fram á vef BBC. Vissulega er ekki um alvöru tíðablóð að ræða heldur er rauðleitur vökvi notaður sem tíðablóð.

Móðurfyrirtæki Bodyform, Essity, segir að með auglýsingunni vilji það taka á tabúum sem tengjast blæðingum kvenna.

Fjölmörg fyrirtæki sem framleiða dömubindi hafa um áraraðir sýnt tíðablóð sem blátt á lit í staðinn fyrir rautt í auglýsingum sínum, en flestar konur ættu að kannast við að slíkur litur á tíðablóði er nokkuð fjarri sannleikanum.

Auglýsing Bodyform, #bloodnormal, sýnir konu í sturtu sem er á blæðingum og sést blóð leka niður kálfa hennar í sturtunni. Þá sést karlmaður að kaupa dömubindi en auglýsinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×