Enski boltinn

Fyrrverandi leikmaður Everton furðar sig á kaupunum á Gylfa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi og félagar hafa farið illa af stað á tímabilinu.
Gylfi og félagar hafa farið illa af stað á tímabilinu. vísir/getty
Tony Cottee, fyrrverandi framherji Everton, setur spurningarmerki við kaup félagsins á Gylfa Þór Sigurðssyni.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur farið rólega af stað með Everton og ekki sýnt sínar bestu hliðar.

„Gylfi er mjög góður leikmaður en ekki sá sem Everton þurfti og 45 milljónir punda var mikill peningur fyrir hann,“ sagði Cottee í samtali við talkSPORT.

„Þeir eru með fullt af sóknarmiðjumönnum. [Ross] Barkley á eftir að koma til baka, þeir eru með [Wayne] Rooney og Gylfa en eru ekki að skora mörk. Í ljósi þess að liðið er ekki með markaskorara er ekkert skrítið að því gangi illa.“

Everton hefur byrjað tímabilið illa og er aðeins með átta stig eftir átta umferðir í ensku úrvalsdeildinni.

Everton tekur á móti Lyon í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:05 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Gylfi: Hef ekki verið upp á mitt besta

Gylfi Þór Sigurðsson segir að Everton þurfi að byrja að vinna leiki og það breyti engu hvort sigrarnir séu ljótir eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×