Fótbolti

Fyrrverandi leikmaður Milan ætlar að verða borgarstjóri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kakha Kaladze lék yfir 250 leiki með AC Milan.
Kakha Kaladze lék yfir 250 leiki með AC Milan. vísir/getty
Kakha Kaladze, fyrrverandi leikmaður AC Milan og georgíska landsliðsins, vill verða borgarstjóri í Tíblisi, höfuðborg Georgíu.

Kaladze lék með Milan í níu ár og varð m.a. tvisvar sinnum Evrópumeistari með ítalska liðinu.

Eftir að Kaladze lagði skóna á hilluna sneri hann sér að stjórnmálum. Hann var kosinn á georgíska þingið og um tíma var hann bæði varaforsætisráðherra og orkumálaráðherra.

Nú hefur Kaladze ákveðið að söðla um og býður sig fram sem borgarstjóra Tíblisi fyrir Draumaflokkinn.

Kaladze mælist með stuðning 30% kjósenda, mest allra frambjóðenda. Helsti bakjarl hins 39 ára gamla Kaladzes er Nugzar Malkhazashvili, stofnandi Draumaflokksins og ríkasti maður Georgíu.

Borgarstjórnarkosningarnar í Tíblisi fara fram á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×