Skoðun

Geðsjúkdómar spyrja ekki um aldur

Sólveig Bjarney Daníelsdóttir skrifar
Geðsjúkdómar eru sjúkdómar sem fólk á öllum aldri á ekki að þurfa að fela eða skammast sín fyrir. Þetta á einnig við um aldraða en stór hópur í samfélagi landsins fellur undir þann flokk. Samkvæmt opinberri skilgreiningu eru aldraðir þeir sem eru 67 ára og eldri. Þessi aldursflokkur getur greinst með geðsjúkdóm líkt og fólk á öllum aldri, þeir geta jafnvel verið öldruðum lífshættulegir en þá er líka hægt að lækna.

Þunglyndi er ein algengasta tegund geðsjúkdóma sem hrjá aldraða í dag. Margir þættir hafa þar áhrif eins og t.d. skert vitræn geta, vefrænir sjúkdómar o.fl. Flestir eru sammála því að bæta þurfi þjónustu og úrræði fyrir þessa einstaklinga. Má þar helst nefna vöntun á fleiri öldrunargeðrýmum og skort á heilsugæsluþjónustu fyrir aldraða einstaklinga með geðkvilla. Hægt er að bæta þjónustu og tryggja geðheilbrigði þessa hóps.

Stefna Miðflokksins í heilbrigðismálum er margþætt og markmið okkar er að byggja upp og reka hér á landi framúrskarandi heilbrigðiskerfi. Einn þátturinn er að auka vægi heilsugæslunnar á landsvísu fyrir einstaklinga á öllum aldri sem þjást af andlegum og/eða líkamlegum vandamálum og greina fyrr þörf þeirra sem þurfa á heimahjúkrun að halda. Að sama skapi er brýnt að byggja fleiri hjúkrunarheimili sem hafa það að markmiði að koma til móts við heildar þarfir þjónustuþega.

Höfundur starfar sem hjúkrunardeildarstjóri á geðsviði Landspítalans. Menntuð sem hjúkrunarfræðingur með meistarapróf í mannauðsstjórnun og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í kosningum til Alþingis 28. október 2017.




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×