Tottenham valtaði yfir Liverpool á Wembley

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Harry Kane skorar annað mark sitt á meðan Simon Mignolet er víðs fjarri
Harry Kane skorar annað mark sitt á meðan Simon Mignolet er víðs fjarri vísir/getty


Tottenham styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með stórsigri á Liverpool á Wembley í seinni leik dagsins í enska boltanum.

Það tók Tottenham aðeins 12 mínútur að komast í 2-0 þar sem sóknarmenn þeirra léku við hvurn sinn fingur á meðan varnarlína Liverpool mætti seint og illa til leiks. Sérstaklega slæm var frammistaða Dejan Lovren enda var honum skipt af velli eftir hálftíma leik.

 

Mohamed Salah hafði skömmu áður gefið Liverpool líflínu þegar hann stakk varnarmenn Tottenham af og skaut boltanum í stöng og inn. 

 

Tottenham fóru engu að síður með tveggja marka forystu í leikhlé því Dele Alli skoraði á lokamínútu fyrri hálfleiks.

 

Harry Kane skoraði annað mark sitt og fjórða mark Tottenham snemma í síðari hálfleik og tókst Liverpool ekki að koma sér inn í leikinn eftir það. Lokatölur 4-1 fyrir Tottenham.

 

Tottenham er nú í 3.sæti með 20 stig, jafnmörg stig og Man Utd og fimm stigum á eftir toppliði Man City. Liverpool er hinsvegar í níunda sæti deildarinnar með 13 stig.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira