Enski boltinn

Enski boltinn fær sitt frí á Aðfangadag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sumir í meira jólaskapi en aðrir.
Sumir í meira jólaskapi en aðrir. Vísir/Getty
Enska úrvalsdeildin hefur fallið frá þeim fyrirætlunum að vera með leik í ensku úrvalsdeildinni á Aðfangadag.

Ekkert verður af því að leikur Arsenal og Liverpool fari fram 24. desember en hann mun fara fram 22. desember. Þrír leiki fara síðan fram á Þorláksmessudag og tveir á annan dag jóla. BBC segir frá.

Engir leikir verða hinsvegar spilaðir á Aðfangadag eða jóladag.  Það hefur ekki farið fram leikur á jóladag síðan 1995 þegar Leeds United vann Manchester United 3-1 á þessum hátíðardegi.

Það er ekki aðeins verið að hugsa um leikmennina í þessu máli heldur einnig þá fjölda stuðningsmanna sem ferðast með sínum liðum og væru því annars á ferðinni á þessum hátíðardögum.

Hér fyrir neðan má sjá leikjadagskrána í ensku úrvalsdeildinni yfir jólin í ár.

Föstudagurinn 22. desember

Arsenal - Liverpool (19:45)

Laugardagurinn 23. desember

Everton - Chelsea (12:30)

Burnley - Tottenham (17:30)

Leicester - Manchester United (19:45)

Þriðjudagurinn 26. desember

Tottenham - Southampton (12:30)

Liverpool - Swansea (17:30)

Miðvikudagurinn 27. desember

Newcastle - Manchester City (19:45)

Fimmtudagurinn 28. desember

Crystal Palace - Arsenal (20:00)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×