Erlent

Vilja koma Brexit viðræðum af stað aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá leiðtogafundinum í Brussel.
Frá leiðtogafundinum í Brussel. Vísir/AFP
Leiðtogar Evrópusambandsins vilja koma viðræðunum um úrsögn Bretlands úr sambandinu af stað aftur. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að viðræðurnar geti ekki haldið áfram fyrr en Bretar skýri stöðu sína og tilboð þeirra vegna stórrar eingreiðslu sem þeir þurfa að láta af hendi til að standa við skuldbindingar sínar.

Angela Merkel segir að árangur hefði náðst, en hann væri ekki nægur til að hefja viðræður um viðskiptasamband Bretlands og ESB eftir Brexit. Hún gaf í skyn að þær viðræður gætu hafist í desember.

Theresa May sagði í gær að hún ætlaði að gera borgurum ESB-ríkja eins auðvelt og hægt er að verða um kyrrt í Bretlandi eftir Brexit.

Sjá einnig: May ætlar að auðvelda Evrópubúum að vera um kyrrt í Bretlandi



May fundar nú með leiðtogum hinna 27 ESB-ríkjanna í Brussel.

Bretar hófu úrsagnarferli sitt í mars og hafa tvö ár frá þeim tíma til að semja um samband Bretlands og ESB. Líklegast þykir að ekki verði samþykkt að fara með viðræðurnar á næsta stig, samkvæmt frétt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×