Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þýskum fanga úr landi á næstu dögum í óþökk fjölskyldu hans hér á landi. Hann kom einn til Íslands sem barn en gleymdist í kerfinu að sögn eiginkonu hans. Hún segir að fótunum sé kippt undan þeim hjónum með ákvörðuninni en þau eiga von á barni í febrúar.

Rætt verður við konuna í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Við fylgjumst líka með slökkvifroðu sem snjóaði niður í nýtt flugskýli á Suðurnesjum í dag og kom starfsmönnum Icelandair í snemmbúið jólaskap og hittum loks olíuborna slökkviliðsmenn sem hnykluðu vöðvana í dag fyrir gott málefni.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×