Innlent

„Nú verða teknar myndir af þessu kjöti“

Hersir Aron Ólafsson skrifar
Olíubornir slökkviliðsmenn stilltu sér upp á Seltjarnarnesi í dag þegar tökur fóru fram fyrir nýtt dagatal. Þrátt fyrir að vera langt frá hinni hefðbundnu starfslýsingu sögðust fyrirsæturnar glaðar hnykla vöðvana fyrir gott málefni. 

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn gefa á ári hverju út dagatal sem selst eins og heitar piparkökur fyrir jólin. Þar sitja fyrir glæsilegustu skrokkar hópsins og fórna sér fyrir málstaðinn. Sala dagatalsins er m.a. notuð sem fjáröflun fyrir íslenskt lið sem fer á heimsleika slökkviliðs- og lögreglumanna annað hvert ár.

Þá eru fjármunir enn fremur látnir renna í ýmsa góða starfsemi, á borð við Kvennaathvarfið og Hrafnistu. Fréttastofa leit við í Læknaminjasafninu á Seltjarnarnesi í dag þar sem myndatökur voru í fullum gangi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×