Lífið

Pussycat Dolls segjast ekki vera vændiskonur

Samúel Karl Ólason skrifar
Pussycat Dolls á sviði.
Pussycat Dolls á sviði. Vísir/EPA
Meðlimir hljómsveitarinnar Pussycat Dolls segja það rangt að hljómsveitin hafi verið „vændishringur“. Því heldur Kaya Jones fram, en hún yfirgaf hljómsveitina skömmu áður en hún sló fyrst í gegn. Jones sagði að hún og aðrir meðlimir hljómsveitarinnar hefðu reglulega orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og neyddar til að sofa hjá mönnum.

Núverandi meðlimir hljómsveitarinnar segjast ekki hafa upplifað sömu hluti og þvertaka fyrir að þær hafi orðið fyrir ofbeldi. Enn fremur segja þær að það sem Jones lýsir hafi aldrei gerst, samkvæmt frétt BBC.



„Að líkja hlutverkum okkar í Pussycat Dolls við vændishring dregur ekki eingöngu undan öllu því sem við höfum áorkað á öllum þessum árum heldur dregur það einnig sviðsljósið að þeim milljónum fórnarlamba sem hafa sagt frá reynslu sinni og heyrast nú um allan heim.“

Hér má sjá tíst Kayu Jones þar sem hún sagði Pussycat Dolls hafa verið vændishring, ekki hljómsveit.

Stofnandi Pussycat Dolls, Robin Antin, sagði fyrr í vikunni að yfirlýsingar Jones væru „ógeðslegar og fáránlegar lygar“. Þar að auki sagði hún að Jones hefði aldrei verið opinber meðlimur hljómsveitarinnar. Hún hefði eingöngu verið í prufum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×