Formúla 1

Max Verstappen vann í Malasíu | Sebastian Vettel fjórði

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Max Verstappen fór fram úr Lewis Hamilton snemma í keppninni og sá fáa eftir það.
Max Verstappen fór fram úr Lewis Hamilton snemma í keppninni og sá fáa eftir það. Vísir/Getty
Max Verstappen á Red Bull vann malasíska kappaksturinn í Formúlu 1. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji.

Helsti keppinautur Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna, Sebastian Vettel átti afleiddan dag í gær og ræsti aftastur. Hann varð þó fjórði í keppninni. Hann náði þá að lágmarka skaðan eins og best varð. Munurinn var 28 stig fyrir keppnina og varð 34 stig í dag.

Brautin var rök í ræsingunni og þeir sem ræstu í oddatölusætunum voru á blautari hluta brautarinnar. Kimi Raikkonen gat ekki ræst á brautinni, það kom upp túrbínuvandamál á leiðinni á ráslínuna. Honum var svo trillað af ráslínunni og inn í bílskúr til að reyna að gera við bílinn.

Ferrari menn áttu ekki mikla von á stigum þegar keppnin var ræst. Sebastian Vettel var síðastur og Raikkonen á þjónustusvæðinu og ekki að fara neitt.

Hamilton átti frábæra ræsingu og var hreinlega einmanna í gegnum fyrstu beygjurnar. Sebastian Vettel á Ferrari var orðinn 13. eftir fyrsta hring. Hann fór upp um sex sæti á fyrsta hring.

Verstappen tók fram úr Hamilton í fyrstu beygju á fjórða hring með djarfri dýfu. Verstappen bjó til bil og losnaði við Hamilton út úr DRS svæðinu, þar sem Hamilton má opna afturvænginn. Ricciardo stal þriðja sætinu af Valtteri Bottas á Mercedes á níunda hring.

Vettel var orðinn sjötti á 14. hring. Hann hafði þá unnið sig upp um fjórtán sæti. Hann hirti svo fimmta sætið af Sergio Perez á Force India á 21. hring. Fyrir framan Vettel á þeim tímapunkti voru Red Bull og Mercedes ökumennirnir.

Vettel var mikið í þessu í dag, að taka fram úr.Vísir/Getty
Hamilton tók þjónustuhlé á 27. hring, hann tók notuð mjúk dekk undir bílinn. Vettel kom svo inn á næsta hring, ásamt Verstappen. Vettel kom út í sjötta sæti á eftir Perez, Red Bull og Mercedes ökumenn. Vettel komst fram úr Bottas í gegnum þjónustushlé. Ricciardo kom svo inn á 30. hring og fékk mjúk dekk undir.

Vettel komst í fjórða sæti þegar Perez fór inn á þjónusstusvæðið á 31. hring. Þá var spurning hvort Vettel kæmist hreinlega ofar. Vettel gerði sig líklegan til að taka þriðja sætið af Ricciardo á 36. hring þegar tíu hringir voru eftir.

Vettel gerði heiðarlega tilraun á hring 49. en Ricciardo lokaði heldur snaggaralega á Vettel. Þegar 50. hringur rann upp virtist sem allt loft væri úr Vettel. Hann hefur sennilega klárað dekkin í baráttunni við Ricciardo.

Verstappen sigldi 25 stigum heim sem er ágætis búbót fyrir hann í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann hafði hingað til fallið úr leik í sjö keppnum af fjórtán.

Vettel lenti í samstuði við Lance Stroll á leiðinni inn á þjónustusvæðið og Ferrari bíllinn kom illa út úr því. Það gæti kostað hann gírkassa fyrir næstu keppni. 


Tengdar fréttir

Hamilton á ráspól og Vettel aftastur

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma.

Hamilton: Skemmtilega óvænt að ná ráspól

Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í röð í dag. Hann náði einnig sínu 70. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×