Íslenski boltinn

Óskar Hrafn tekinn við Gróttu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hjörvar Hafliðason og Óskar Hrafn Þorvaldsson, á góðri stundu í Pepsi mörkunum.
Hjörvar Hafliðason og Óskar Hrafn Þorvaldsson, á góðri stundu í Pepsi mörkunum.
Sparksérfræðingur Pepsi markanna, Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið ráðinn sem þjálfari Gróttu á Seltjarnarnesi. Þetta kemur fram í frétt fótbolta.net.

Óskar hefur verið við þjálfun yngri flokka Gróttu síðustu tvö ár og tekur nú við meistaraflokki karla.

Þórhallur Dan Jóhannsson þjálfaði liðið í sumar, en lét af störfum eftir að liðið féll úr Inkasso-deildinni.

„Við fögnum því mjög að fá Óskar til að stýra meistaraflokki. Hann hefur komið feikilega sterkur inn í yngri flokka starf Gróttu síðustu ár og unnið þar af mikilli fagmennsku og metnaði," sagði Sölvi Snær Magnússon formaður knattspyrnudeildar Gróttu.

„Óskar hefur á þjálfaraferli sínum margoft hjálpað efnilegum leikmönnum við að taka skref framávið og verður spennandi að fylgjast með honum vinna með góðum kjarna ungra Gróttumanna sem eru að hefja sinn meistaraflokksferil."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×